Heildarafli íslenskra fiskiskipa í febrúar 2016 var tæp 89 þúsund tonn, en það er 60% minni afli en í febrúar 2015. Aflinn í febrúar metinn á föstu verði var 17,7% minni í ár, samanborið við ári áður.

Uppsjávarafli dróst saman um 78%, úr 182 þúsund tonnum í 39 þúsund tonn, þar af dróst loðnuafli saman um tæplega 111 þúsund tonn. Botnfiskafli jókst um 19% á sama tíma.

Ef 12 mánaða tímabilið mars 2015 til febrúar 2016 er borið saman við sama tíma ári áður kemur í ljós 5% samdráttur í heildaraflamagni.