Í aprílmánuði var fiskafli íslenskra skipa 146.742 tonn, sem er um 30% meira en í sama mánuði í fyrra að því er Hagstofan greinir frá.

Botnfiskaflinn var rúm 49 þúsund tonn sem er 23% aukning frá fyrra ári, þar af nam þorskaflinn rúmum 23 þúsund tonnum sem er 30% meiri afli en í apríl 2017.

Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, en af honum veiddust tæp 94 þúsund tonn sem er 33% meira en í apríl 2017. Skel og krabbadýraafli nam 1.607 tonnum samanborið við 824 tonn í apríl 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá maí 2017 til apríl 2018 var rúmlega 1.265 þúsund tonn sem er 17% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr. Inn í þá tölu kemur væntanlega tveggja mánaða verkfall sjómanna sem lauk 19. febrúar í fyrra.