Heildarafli íslenskra fiskiskipa var 60.788 tonn í júní en var í sama mánuði árið 2007 112.141 tonn, samkvæmt aflatölum Fiskistofu.

Botnfiskafli í júní á þessu ári var 28.445 tonn en var í júní 2007 43.031 tonn. Mestu munar þar um hrun í afla úthafskarfa, þar sem aflinn minnkaði úr 10.752 tonnum í júní 2007 í 3.187 í júní síðastliðnum.

Heildarafli ársins 2008 var í lok júní 613.527 tonn. Á sama tíma í fyrra var heildarafli ársins 858.905 tonn.

Í lok nýliðins júní voru eftir 13% þorskaflaheimilda ársins. 30. júní 2007 var eftir að veiða 14,5% aflaheimilda í þorski. Í lok júní var eftir tæplega 18% af aflamarki fiskveiðiársins í ýsu en á sama tíma í fyrra voru eftir rúmlega 30% ýsuaflamarks.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.