Heildarafli íslenskra skipa var 105 þúsund tonn í nóvember og jókst um 6% frá sama mánuði í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Síldaraflinn í nóvember var rúmlega 17 þúsund tonnum meiri en í fyrra en botnfiskaflinn var 10 þúsund tonnum minni,? segir greiningardeildin.

Heildarafli íslenskra skipa hefur dregist saman um 22% það sem af ári, samanborið við sama tímabil í fyrra. En heildaraflinn nemur 1.251 tonnum það sem af er ári.

?Loðnuvertíðin í upphafi árs var mun styttri en áður og skýrir það stærstan hluta af samdrættinum. Á móti kemur að mun hærra hlutfall af loðnuaflanum í ár fór til manneldisvinnslu auk þess sem afurðaverð var hærra en í fyrra. Almennt eru ytri skilyrði fyrir sjávarútvegsfyrirtækin hagstæð nú.

Gengi krónunnar hefur lækkað frá fyrra ári og afurðaverð á erlendum mörkuðum er í sögulegu hámarki. Að teknu tilliti til þessa má búast nokkurri aukningu í aflaverðmæti á þessu ári samanborið við árið 2005 þrátt fyrir aflasamdrátt í tonnum talið,? segir greiningardeildin.