Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. (HG) skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar.

Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun  að þeirri niðurstöðu að fyrirhugðuð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umverfis- og auðlindamála.

Í tilkynningu á vef HG segir að ákvörðun Skipulagsstofnunar séu mikil vonbrigði en HG hafi nú þegar hafið vinnu við gerð draga að matsáætlun.