*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 13. júní 2015 09:46

Fiskeldisfyrirtæki í samrunahugleiðingum

Fjarðalax og Arctic Fish stefna á sameiningu og hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis.

Ritstjórn

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um samruna Fjarðalax og Arctic Fish, að því er segir í frétt Morgunblaðsins.

Þar segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, að mjög náið samstarf hafi verið á milli fyrirtækjanna frá upphafi. Þetta séu tvö stærstu fyrirtækin í sjófiskeldi á Vestfjörðum, þótt þau hafi verið byggð upp á ólíkan hátt. Arctic Fish leggi mikla áherslu á annars vegar seiðaeldið og hins vegar á virðisaukandi framleiðslu. Fjarðalax hafi lagt meiri áherslu á mun hraðari og betri uppbyggingu á sjóeldishlutanum hjá sér.

Hann segir að eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna tveggja sjái mikil tækifæri í sameiningu og að þau geti orðið enn sterkari saman en sitt í hvoru lagi.

Stikkorð: Fiskeldi
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is