„Ég vona að þeir sem ráða ríkjum í Hofsá hætti að flytja fisk úr neðri ánni inn á heiði,“ segir Pálmi Gunnarsson og telur að ástæðan fyrir minnkandi veiði í ánni geti verið sú að áin hafi verið ofsetin laxaseiðum.

Umfjöllunarefni er skýrsla Veiðimálastofnunar: Orsakir mismunanid veiði í vopnfirskum ám síðustu árin. Í skýrslunni er því velt upp hvort ástæðulaust sé af þessum sökum að sleppa fiski í ánna í því magni sem gert er.

Pálmi segir í pistli sínum kenninguna um ofsetningu með tilheyrandi ofbeit þekkta og ganga út á að þegar of mikið sé að seiðum í ám verði meiri hætta á afföllum vegna fæðuskorts. Pálmi telur hins vegar að ástæðan fyrir því að dregið hafi úr veiði í Hofsá þá að fiskur hafi verið fluttur úr neðri hluta árinnar upp fyrir ófiskgengan foss og komist hann ekki á heimaslóð eftir sjógöngu.

Pistil Pálma má lesa hér