Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 154 milljörðum króna í fyrra. Þetta er 15,7% meira en ári fyrr. Þetta kemur fram í Hagstofuritinu Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2011, sem kom út í dag.

Fram kemur í upplýsingum Hagstofunnar að stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, mest uppsjávarafli sem landað var þar.

Stærsti hluti botnfiskaflans var hins vegar unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða 46%.

Rit Hagstofunnar