Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki í norsk-íslenskri síld á árinu 2009 og verður kvótinn alls rúmlega 238 þús. tonn. Þetta er 8,7% hærri úthlutun en fyrir árið 2008, en þá nam hún rúmlega 220 þús. tonnum.

Af heildarkvótanum má veiða rúmlega 44 þús. tonn í norskri lögsögu norðan 62°N og utan 12 sjómílna landhelginnar. Þetta er í samræmi við þær reglur sem gilt hafa.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu og þar má sjá úthlutun til einstakra skipa.