Embætti fiskistofustjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar frá 1. september 2009 til fimm ára. Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri sem nú lætur af störfum, hefur gengt embættinu frá árinu 1992 eða í 17 ár.

Fiskistofustjóri ber ábyrgð gagnvart sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á rekstri Fiskistofu. Gerð er krafa um háskólamenntun, og sérstaklega er æskilegt að umsækjendur hafi staðgóða þekkingu á fiskveiðistjórnun og stjórnsýslureglum og reynslu af stjórnsýslu. Laun eru ákveðin af kjararáði.

Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir 20. ágúst 2009.