Félagið Fiskisund hefur fengið samþykkt Samkeppniseftirlitsins til kaupa á 3% hlut í Kex Hostel ehf., sem gefur félaginu ráðandi 52,52% hlut í hostelinu við Barónsstíg. Jafnframt á félagið veitingareksturinn Sæmundur í sparifötunum.

Segir stofnunin að þar sem um samsteypusamruna sé að ræða, þar sem samrunaaðilar stundi atvinnurekstur á ótengdum mörkuðum sé ekki ástæða til að ætla að samkeppni raskist.

Meðal félaga sem Fiskisunda er sagt eiga í er meirihluti í Póstmiðstöðin, sem eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur verið selt til Árvakurs og 365 miðla, með heimild sömu stofnunar.

Einnig á Fiskisund helmings hlut í Premis ehf., auk minni eignarhluta í öðrum félögum. Fiskisund er í eigu Nolt ehf., B10ehf, og Einis ehf, félögin eru í eigu þeirra Einars Arnars Ólafssonar fyrrum forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM og Arnarlaxi, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur fyrrverandi stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins og Kára Þórs Guðjónssonar fjárfestis.

Árið 2016 seldi félagið fyrirtækið Fjarðarlax til Arnarlax, og hagnaðist það um rúmlega 1,4 milljarða fyrir.