Meðalverð á öllum afla í júlí var það hæsta sem sést hefur í þessum mánuði, eða 184,66 krónur á kíló.

Þetta er rúmlega 25% hærra meðalverð en í júlí fyrra, en þá var verðið 147,46 krónur á kíló að því er kemur fram á vef Reiknistofu fiskmarkaða.

Hins vegar voru aðeins seld 5.247 tonn í júlí sem er það minnsta frá því elstu menn muna. Þetta er 19,1% minna en í fyrra, en þá var magnið 6.488 tonn.

Verðmæti aflans sem seldur var á fiskmörkuðunum í júlí var aftur á móti næstmesta sem sést hefur, 969 milljónir. Það er 1,3% meira en í fyrra