Íslendingar eru sólgnir í fisk í dag, föstudag eftir jóladagana. Flestir hafa eflaust gætt sér á hamborgarhrygg, rjúpum og hangikjöti svo eitthvað sé nefnt. Birgir Ásgeirsson hjá Fiskbúðinni Vegamótum segir daginn í dag vera annasaman. “Þetta er stærri dagur en dagur en hefðbundinn föstudagur. Það er venjan að það hefur verið mikið að gera eftir jól. Sérstaklega ef mánudagur eða þriðjudagur ber upp strax eftir jól.”

Birgir segir þó erfiðlega hafa gengið að fá mikinn fisk í búðina þar sem sjómenn hafi margir tekið sér jólafrí eins og aðrir. Einnig hafi veðrið verið erfitt og því erfitt að komast út.

Vinsælast í dag hefur verið að fá sér þorsk, ýsu, bleikju eða lax eftir kjötveislurnar.