Matsfyrirtækið Fitch Ratings segir dóm EFTA dómstólsins jákvæðan fyrir Ísland og að hann hafi fjarlægt ákveðna hættu sem að íslenskum ríkisfjármálum steðjaði.

Í frétt Bloomberg segir að Fitch líti svo á að spá fyrirtækisins um að hlutfall skulda ríkissjóðs af vergri landsframleiðslu hafi náð hámarki í árslok 2011 í 101%. Þá geri fyrirtækið ráð fyrir því að skuldir íslenska ríkisins verði um 70% af vergri landsframleiðslu árið 2020.