*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 25. maí 2019 14:37

Fitch hækkar einkunn ríkisins

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch hækkaði í gær skammtímaeinkunn ríkissjóðs úr F1 í F1+ en langtímaeinkunnir eru óbreyttar.

Ritstjórn
Þrátt fyrir dauðaleit fannst loðnan ekki þetta árið.
Einar Ásgeirsson

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch hækkaði í gær skammtímaeinkunn ríkissjóðs úr F1 í F1+ en langtímaeinkunnir eru óbreyttar sem A með stöðugum horfum. Landsþak (e. country ceiling) var einnig hækkað, úr A í A+, sökum þess að fjármagnshöftum hefur verið nánast aflétt að fullu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fitch. Þar kemur fram að hækkun skammtímaeinkunnarinnar megi að stórum hluta rekja til breyttrar aðferðar. 

Spár Fitch gera ráð fyrir samdrætti árið 2019 en að hagkerfið taki við sér á næsta ári og hagvöxtur verði 2,5% á næsta ári. Samdráttinn má rekja til falls Wow air og hvarfs loðnunnar. Rímar þetta ágætlega við síðustu hagvaxtarspár greiningardeilda bankanna, Hagstofunnar og Seðlabankans. 

Áframhaldandi lækkun skuldahlutfalls hins opinbera, studd varfærinni stefnu í opinberum fjármálum, ásamt frekari bata í ytri stöðu og viðnámsþrótti hagkerfisins til að bregðast við ytri áföllum, gætu leitt til hækkunar lánshæfiseinkunnar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is