Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch hækkaði í dag lánshæfimatseinkunn Landsbankans fyrir fjárhagslegan styrk úr C í B/C. Á sama tíma staðfestir Fitch aðrar lánshæfimatseinkunnir óbreyttar, langtímaeinkunnina A, stuðningur 2, og skammtímaeinkunnina F1. Horfur lánshæfimatsins eru stöðugar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Að sögn Fitch endurspeglar hækkun lánshæfimatsins mikinn vöxt og góða arðsemi, sterka eiginfjárstöðu sem og aukna fjölbreytni í tekjustofnum í kjölfar kaupa á minni erlendum fyrirtækjum. Lánshæfimatseinkunnirnar taka einnig tillit til stöðutöku bankans í íslenskum hlutabréfum og möguleika á auknu flökti í sumum tekjustofnum.