Skýr áætlun um afnám gjaldeyrishafta gæti leitt til þess að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hækki frekar, að sögn matsfyrirtækisins Fitchs. Fyrirtækið hefur hækkað einkunnir ríkissjóðs um einn flokk, úr BBB- í BBB.

Í rökum Fitch fyrir einkunnagjöfinni er fjallað í nokkuð ítarlegu máli um áhrif gjaldeyrishafta á hagkerfið hér. Að mati Fitch hefur afnám hafta tekið langan tíma og hægt gengið að leysa vandann sem stafi af aflandskrónunum. Fitch segir m.a. það jákvætt fyrir stöðugleika hagkerfisins að afnám hafta verði ekki að veruleika undir lok árs eins og stefnt var að fyrir nokkrum misserum síðan heldur þeim lyft í áföngum. Hefði þeim verið aflétt á tilteknum degi þá hefði það getað skapað ójafnvægi í efnahagslífinu, fellt gengi krónunnar og keyrt verðbólgu upp. Það gæti svo skilað sér í lægri lánshæfiseinkunn.

Á móti segir Fitch að eftir því sem höftin vari lengur þá aukist hættan á því að efnahagslítið taki hægar við sér en ella og hugsanlega leitt til eignabólu.