Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag staðfest lánshæfismatseinkunnir og á sama tíma hætt lánshæfismati á (gamla) Landsbanka Íslands hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skilanefnd Landsbankans til Kauphallarinar.

Þar kemur fram að samhliða hefur Fitch staðfest lánshæfismatseinkunnir og þar með hætt lánshæfismati á dótturfyrirtæki bankans í Bretlandi, Landsbanki Heritable Bank Plc.

Fitch mun þar með hætta lánshæfismati og greiningu á gamla Landsbanka og dótturfyrirtæki hans í Bretlandi.