Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Portúgals.  Er þetta í annað sinn á þremur mánuðum sem matsfyrirtækið lækkar lánshæfismat landsins. Einkunin lækkar nú úr A+ í A- og eru horfur neikvæðar.

Fitch segir að líklegt sé að mati lækki enn frekar á næstu þremur til sex mánuðum ef stjórnvöldum í Portúgal tekst ekki að koma með skynsamlega áætlun um hvernig landið ætli að endurfjármagna sig.

Stórir gjaldagar eru hjá ríkissjóði landsins í apríl og júní, eða 4,3 og 4,9 milljarðar evra.