Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfismat sitt á sjö umsvifamestu bönkum heimsins. Þetta eru bandarísku bankarnir Citigroup, Bank of America og Goldman Sachs, BNP Paribar í Frakklandi, Barclays í Bretlandi, hinn þýski Deutsche Bank og alþjóðabankinn Credit Suisse.

Bankarnir eiga allir skuldabréf evruríkja og eru því viðkvæmir fyrir áhrifum skuldakreppunnar á evrusvæðinu, að sögn Fitch.

Breska útvarpið, BBC, segir í umfjöllun sinni að það sé fjarri því að þetta komið á óvart; matsfyrirtækið Moody's hafi einmitt lækkað lánshæfismat umsvifamestu banka Frakklands í síðustu viku.