Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í kvöld lánshæfismat fimm Evrópusambandsríkja sem öll eru meðlimir í myntsamstarfi Evrópu.

Löndin sem matsfyrirtækið lækkaði eru Spánn, Ítalía, Belgía, Slóvenía og Kýpur.  Að auki breytti Fitch horfum Írlands í neikvæðar en öll löndin sem lækkuð voru í dag hafa neikvæðar horfur. Það þýðir að meira en 50% líkur eru á að lánshæfismat þeirra lækki næstu tvö árin.

Einkunnir landanna eru eftirfarandi eftir lækkunina:

  • Spánn A
  • Ítalía A-
  • Belgía AA-
  • Kýpur BBB-
  • Slóvenía A
  • Írland BBB+

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)