Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfismat íslensku bankanna Glitnis, Kaupþings, Landsbankans og Straums Burðaráss í kjölfar frétta af yfirtöku 75% hlutar í Glitni með útgáfu nýs hlutafjár að verðmæti um 84 milljarðar íslenskra króna.

Langtímalánshæfismatseinkunn Glitnis og allra íslensku bankanna er lækkuð úr A- í BBB-.

Jafnframt er skammtímaeinkunn Glitnis lækkuð úr F2 í F3 og báðar einkunnir eru sagðar með neikvæðum horfum. Sjálfstæð einkunn Glitnis var ennfremur færð úr B/C í F.

Stuðningseinkunn Kaupþings er óbreytt í 2, óháð einkunn er lækkuð úr B/C í C og stuðningseinkunnargólf er lækkað úr BBB í BBB-.

Langtímaskuldbindingar dótturfélags Landsbankans í Bretlandi, Landsbanki Heritable Bank, voru einnig lækkaðir í 'BBB' úr 'A', einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem 'F3' úr 'F1' og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk staðfest sem C.