Matsfyrirtækin Fitch og Moody´s staðfesta seint í gærkvöldi lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. Hún er því áfram AAA en horfur eru neikvæðar.

Bæði matsfyrirtækin telja að samkomulagið milli demókrata og repúblíkana sé ófullnægjandi til að lækka hallann á alríkissjóðnum, meira þurfi að koma til. Því er ekki útilokað að lánshæfiseinkuninn lækki.

Japan missti AAA einkunn sína árið 2001 og einnig Spánn og Írland árið 2009.