Fánar Grikklands og Evrópu blakta saman í Aþenu.
Fánar Grikklands og Evrópu blakta saman í Aþenu.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði lánshæfi Grikklands um þrjá flokka úr B+ í CCC. Er það lægsta lánshæfiseinkunn sem nokkurt land hefur nú. Landið er nú í neðsta sæti matsfyrirtækisins yfir lánshæfi ríkja. Endurspeglar þetta þær áhyggjur að auknar neyðaraðstoðir Grikklands mundi valda fjárfestum tapi.

Fitch Ratings er þriðja matsfyrirtækið sem færi Grikkland í neðsta yfir lánshæfi ríkja í heiminum. Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn Grikklands í Caa1 þann 1.júní síðasliðinn og Standard & Poors lækkaði lánshæfið í CCC þann 13.júní, er fram kemur í frétt Bloomberg.

"Loksins fylgir Fitch í fótspor hinna matsfyrirtækjanna," segir Peter Schaffrik hjá RBC Capital Markets í London. "Nú skiptir ekki máli hvort lánshæfið sé CCC eða B+. Það hvort Grikkland falli í lánshæfieinkunn D eða SD er það sem skiptir máli."