Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag lánshæfiseinkunnir fyrir Straum-Burðarás Fjárfestingabanka hf. Fitch gefur bankanum langtímaeinkunnina BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháða einkunn C/D og stuðningseinkunn 3. Horfur lánshæfismatsins eru stöðugar að mati Fitch segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í tilkynningu frá Fitch segir: langtíma-, skammtíma- og stuðningseinkunnin endurspegla sterkan eiginfjárgrunn, öran vöxt í nettó vaxta- og þóknanatekjum og lágt kostnaðarhlutfall. Á móti kemur að bankinn hefur tiltölulega mikla hlutabréfaáhættu, einsleitt lánasafn og stutta sögu innan fyrirtækjaráðgjafar og lánamarkaðarins þar sem bankinn hefur verið að skapa sér sess.

?Líklegt er að bankinn muni þróast hratt", segir Alexandre Birry hjá Fitch's Financial Institutions Group. ?Þróun lánshæfismatsins mun að miklu leyti vera háð árangri stjórnenda bankans að innleiða áætlanir um sterkan fjárfestingarbanka með áherslu á fyrirtækjaráðgjöf og lánasvið. Einsleitni lánasafnsins er líklegt til þess að minnka samhliða vexti en mun ekki breytast í nánustu framtíð

Hingað til hefur Straumur-Burðarás fjárfestingabanki fyrst og fremst fjármagnað sig á innlendum lána og skuldabréfamarkaði. Með aukinni sókn inn á nýja markaði og örum innri vexti hefur þörf bankans fyrir lánsfjármagn aukist og óhjákvæmilegt annað en að sækja inn á alþjóðlega lána- og skuldabréfamarkaði.

?Lánshæfismat Fitch Ratings er mikilvægur áfangi í sókn og vexti Straums Burðaráss Fjárfestingabanka", segir Þórður Már Jóhannesson forstjóri Straums Burðaráss. ?Mikilvægt er fyrir Straum að öðlast lánshæfiseinkunn og sérstaklega ánægjulegt að bankinn fékk svokallaða fjárfestingareinkunn (,,Investment grade") sem tryggir bankanum aðgang að fleiri mörkuðum og betri kjörum en ella"