Lánshæfismatseinkunn Glitnis [ GLB ] til langs tíma hefur verið breytt úr A í A- með neikvæðum horfum. Þá lækkar skammtímaeinkunn bankans til skamms tíma úr F1 í F2 með stöðugum horfum. Sjálfstæð einkunn bankans, B/C, var staðfest.

"Þessi niðurstaða endurspeglar mat Fitch um þá óvissu sem gætir um þróun íslensks efnahagslífs á næstu misserum," segir Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Glitnis.

Fitch segir í greiningu sinni að einkunnin taki mið af undirliggjandi arðsemi bankans og gæðum eigna hans, sem séu viðunandi. Í umsögn sinni segir Fitch jafnframt að horfur í Glitnis í Noregi, sem bankinn telur annan tveggja heimamarkaða sinna, séu góðar.