Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindingar í innlendri og erlendri mynt væru enn neikvæðar.

Fyrirtækið breytti lánshæfishorfum í febrúar sem varð upphafið að umróti á íslenskum fjármálamarkaði fyrr á þessu ári.

Hins vegar staðfesti fyrirtækið lánshæfiseinkun íslenska ríkisins í erlendum gjaldmiðlum, sem er AA-mínus,  og einnig skuldbindingar í íslenskum krónum, sem er AAA.

Landseinkunn (e. country ceiling ratings) var einnig staðfest AA og lánshæfiseinkuninn fyrir erlendar skammtímaskuldbindingar F1+.