Matsfyrirtækið Fitch Ratings, sem breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum í febrúar, sagði í dag að líkur á harðri lendingu íslensku hagkerfisins hafi aukist.

?Hætta á harði lendingu hefur aukist síðan í febrúar. Stýrivextir hafa hækkað um 175 punkta síðan þá. Það tekur tíma fyrir stýrivaxtahækkanir hafa áhrif," segir Paul Rawkins, sérfræðingur hjá Fitch Ratings.

Standard & Poor's breytti lánshæfishorfum sínum í neikvæðar úr stöðugum fyrr í þessum mánuði, sem ýtti undir væntingar um frekari stýrivaxtahækkanir. Stýrivextir eru nú 12,25%. Á sama tíma tilkynnti Halldór Ásgrímsson að hann hefði ákveðið að hætta í stjórnmálum og segja sérfræðingar afsögn forsætisráðherra hafa komið á óheppilegum tíma.

Þegar Fitch Ratings breytti lánshæfishorfum sínum hafði það mjög neikvæð áhrif á hlutabréfaverð og gengi krónunnar og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki orðið til styrkingar hennar þrátt fyrir að vera verulegar.

Krónan hefur veikst verulega í dag í kjölfar viðvörunarorða Fitch og gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands hefur einnig fallið töluvert.