Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings sagði í dag að horfur íslensku bankanna væru stöðugar, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi breytt horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar.

Fyritækið staðfesti lánhæfismat Kaupþings banka (A), Landsbanka Íslands (A), Íslandsbanka (A) og Straums-Burðaráss (BBB-).

Fitch segir sterka eigin fjárstöðu bankanna vega upp á móti ójafnvæginu og verðbólguþrýstingi í íslenska hagkerfinu. Einnig bendir matsfyrirtækið á að lánsafn bankanna er dreift á milli landa og 35-70% af safninu eru lán til erlendra fyrirtækja, segir Fitch.

?Fitch mun áfram fylgjast náið með þróun ójafnvægis í íslenska hagkerfinu og hvernig íslensku bankarnir taka á þróuninni," segir matsfyrirtækið.