Matsfyrirtækið Ftich segir tillögur ríkisstjórnarinnar sem snúa að niðurfellingu á hluta verðtryggðra íbúðalána vera í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda um aðhaldsemi í ríkisfjármálum. Önnur umferð skuldaafskrifta gæti hins vegar skaðað viðhorf erlendra fjárfesta gagnvart viðskiptaumhverfinu hér. Þá gæti afnám gjaldeyrishafta orðið torveldara ef líkur eru á að erlendir kröfuhafar beri mestan kostnað af slíkum aðgerðum.

Í umfjöllun Fitch um málið segir m.a. að skuldatillögurnar geti haft jákvæð áhrif á efnahagslífið.

Á hinn bóginn er það mat Fitch að við skuldaniðurfellinguna sé hætta sé á að þau heimili sem hennar njóti noti tækifærið og endurfjármagni íbúðalán sín hjá öðrum en Íbúðalánasjóði. Það geti haft neikvæð áhrif á Íbúðalánasjóð auk þess sem hraðari endurgreiðslur lána sníði honum þrengri stakk en ella.  Af þeim sökum standi yfir viðræður um að hið opinbera leggi sjóðnum til 5-10 milljarða króna til að draga úr áhrifum þess á Íbúðalánasjóð.

Nánar má lesa um mat Fitch á skuldatillögunum á vef Seðlabankans .