Fitch hefur sett Kaupþing, Glitni og Landsbanka á athugunarlista, með möguleika á lækkaðri lánshæfiseinkunn.

„Fitch telur að lausafé bankanna þriggja sé nú nægjanlegt, en þverrandi traust á geiranum hefur aukið hættuna á ófyrirséðri lausafjárþörf og orðið til þess að fjármögnunarkostir eru mun verri en áður. Þar að auki eru snögg gengislækkun íslensku krónunnar og auknar líkur á „harðri lendingu" í íslensku efnahagslífi líklegar til að hafa neikvæð áhrif á eignagæði og afkomu," segir í tilkynningu frá Fitch.

Gert er ráð fyrir að lánshæfismat bankanna hjá Fitch liggi fyrir á næstu vikum eftir nánari skoðun á fjárhagslegum styrk þeirra og áhættustýringu.