Betri fjárhagsstaða Orkuveitunnar en matsfyrirtækið Fitch reiknað með er samkvæmt tilkynningu til Kauphallar helsta ástæða þess að lánshæfiseinkunnina BB+ fyrir langtímaskuldbindingar var staðfest með stöðugum horfum. Matsfyrirtækið sjái fram á stöðuga tíma þar sem skuldsetning minnki lítilsháttar.

Samkvæmt tilkynningu Fitch um einkunnina voru meiri sveiflur í sjóðstreymi OR en hjá samkeppnisaðilum vegna þess að streymið sé viðkvæmari fyrir breytingum á gjaldeyrismarkaði og hrávöruverði. Þá sé skuldastaða OR einnig hærri en hjá keppinautunum. Lánshæfið er tveimur gildum hærra vegna eignarhalds Reykjavíkurborgar en væri Orkuveitan í einkaeigu væri einkuninn bb-.