*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 26. nóvember 2004 15:11

Fitch staðfestir óbreytt lánshæfismat Landsbankans

Ritstjórn

Fitch hefur staðfest óbreyttar lánshæfimatseinkunir Landsbankans A í langtímaeinkunn, F1 í skammtímaeinkunn, C í eigin einkunn og 2 í stuðningseinkunn. Útlit um horfur er stöðugt. Staðfesting á lánshæfimatinu kemur í kjölfar árlegrar skoðunar á bankanum.

Samkvæmt Fitch endurspeglar lánshæfimat Landsbankans sterka stöðu bankans á heimamarkaði, alþjóðlega útrás og viðunandi arðsemi segir í tilkynningu frá bankanum.