*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 27. júlí 2014 15:10

Fjalla um ávinning viðskiptafrelsis

Robert Lawson, einn höfunda Economic Freedom of the World-skýrslunnar, verður fyrirlesari á fyrirlestri um ávinning viðskiptafrelsis.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt heldur fyrirlestur um ávinning viðskiptafrelsis mánudaginn 28. júlí næstkomandi klukkan 16.30 í höfuðstöðvum GAMMA í Garðastræti 37.

Fyrirlesari verður Robert Lawson, einn höfunda Economic Freedom of the World-skýrslunnar. Fyrirlesturinn verður haldinn á 100 ára afmæli fyrri heimsstyrjaldarinnar, en Lawson telur að aukin alþjóðaviðskipti og efnahagsfrelsi hafi spilað stóra rullu í því að viðhalda friði í Evrópu.

Economic Freedom of the World-skýrslan er gefin út árlega en hún mælir ýmsa þætti sem gefa til kynna hversu frjáls viðskipti eru í hverju landi fyrir sig. Í nýjustu skýrslunni mælist Ísland í 41. sæti, en viðskiptafrelsi er nokkuð minna hér en á hinum Norðurlöndunum. Ísland er því ekki meðal frjálsustu þjóða heims, en er á pari við Rúanda, Búlgaríu og Frakkland.