*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Innlent 6. október 2013 18:10

Fjallagarpur í Íbúðalánasjóði

Nýr formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs nam lögfræði við HÍ og GeorgeWashington University í Washingtonborg.

Ritstjórn

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir er nýr formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs, en hún er einn eigenda lögmannsstofunnar Land lögmenn. Hún segir stjórnarformennskuna leggjast vel í sig, enda sé stjórnin skipuð mjög hæfu fólki sem hún hlakki til að vinna með.

„Framundan er mikil og krefjandi vinna við að fylgja eftir ákvörðunum Alþingis og stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum. Ég veit að Íbúðalánasjóður hefur á að skipa mörgu mjög hæfu fólki sem verður gaman að kynnast og vinna með.“

Ingibjörg nam alþjóða- og samanburðarlögfræði við GeorgeWashington University í Washingtonborg í Bandaríkjunum og árið 2006 hóf hún störf hjá EFTA í Genf. „Á þeim tíma var mikið að gerast. Við vorum að semja við Taíland og samningaviðræður við Kólumbíu og Perú fóru fljótlega af stað. Á vormánuðum 2008 fór ég að hugsa mér til hreyfings.

„Á þeim tímapunkti hafði ég unnið í yfir 10 ár í stjórnsýslunni og/ eða hjá EFTA. Ég vildi ná mér í reynslu úr einkageiranum og þegar ég frétti af því að fjárfestingarsjóður að nafni Inventages væri að leita að innanhúss lögfræðiráðgjafa ákvað ég að slá til og sækja um. Ég sá um alla lögfræðivinnu fyrir sjóðinn og samskipti við lögfræðiráðgjafa í þeim löndum sem verið var að fjárfesta í. Þegar sjóðurinn færði höfuðstöðvar sínar til London og bauð mér með, ákvað ég að breyta til, taka mér frí og ferðast, ég fór í bakpokaferðalag um Asíu og flakkaði um Evrópu.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.