Gísli Heimisson, MP banka
Gísli Heimisson, MP banka
„Vorið 2010 fórum við fjölskyldan til Arizona til að vera viðstödd brúðkaup systursonar eiginkonu minnar, en hann var þar að kvænast bandarískri stúlku. Arizona er ríki sem maður hefði hugsanlega aldrei heimsótt ef ekki hefði verið fyrir þetta tilefni og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, því landið er stórbrotið og fallegt,“ segir Gísli Heimisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs MP banka.

„Í fyrsta lagi var það mjög sérstök upplifun að vera viðstaddur brúðkaup í miðri eyðimörkinni, en athöfnin fór fram undir berum himni. Sandur og kaktusar voru allt í kringum okkur og svo sveimuðu haukar yfir okkur.“ Gísli segir að þá hafi það verið mjög gaman að sjá Stóragljúfur, eða Grand Canyon, eins og það kallast á ensku. „Maður hefur séð myndir af þessu náttúrufyrirbæri, en það er engin leið að gera sér grein fyrir því hversu stórbrotið það er fyrr en maður kemur sjálfur á staðinn. Í raun er þetta fjallgarður á hvolfi, svo djúpt og langt er þetta.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.