Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri, stærsta byggðarlaginu í kjördæmi formannsins, skoruðu í gær á Sigmund Davíð að segja af sér.

Segja þeir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli ráðherrans og flokksmanna. Undir það taka fyrrverandi oddvitar flokksins í bæjarstjórn.

Sömu sögu er að segja af stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri og aðal - og varabæjarfullrúum flokksis sem telja að ríkisstjórnin geti ekki starfað lengur undir forystu núverandi forsætisráðherra.