*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 23. nóvember 2004 15:40

Fjarðarbyggð, atvinnumál og mótorhjól

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)

Ritstjórn

Bæjarstjórn Fjarðarbyggðar er að ræða fjárhagsáætlun næsta árs þessa daganna. Ljóst er að miklar breytingar eru að verða á rekstri bæjarfélagsins en gert er ráð fyrir að skatttekjur hækki um 25% á milli ára. Einnig er mikil fólksfjölgun framundan í bæjarfélaginu sem hefur stækkað hratt. Við fáum Guðmund Bjarnason bæjarstjóra á línuna í Viðskiptaþættinum til að ræða þessi mál.

Síminn er að hrinda af stað miklu átaki til að auka við stafrænt dreifikerfi sitt úti á landsbyggðinni og verður stafrænt sjónvarp um ADSL opnað í Bolungarvík í vikunni. Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans verður á línunni á eftir.

Þá ætlum við að taka stöðuna á vinnumarkaðinum með aðstoð Guðnýar Harðardóttur hjá atvinnumiðlunni Strá.

Í lokin kemur síðan Njáll Gunnlaugsson ökukennari og bílablaðamaður í þáttinn með glænýja bók um sögu mótorhjólsins á Íslandi.