Samkvæmt fjáraukalögum sem lögð voru fyrir Alþingi um helgina mun RÚV fá 45 milljónir sem auka fjárframlag. Fjármagnið er ætlað til að greiða fyrir þjónustu norska fjarskiptafyrirtækisins Telenor út árið 2015 og að hluta fyrir árið 2014 vegna stafrænna hljóðvarps- og sjónvarpsútsendinga Ríkisútvarpsins um gervihnött.

Notendur þessarar þjónustu eru sjófarendur á miðunum við Ísland, heimili í dreifbýli utan hefðbundins dreifikerfis RÚV og Íslendingar búsettir á Norðurlöndunum.

Samningurinn við Telenor var upphaflega undirritaður árið 2007 og var til þriggja ára. RÚV hefur fengið aukið fjárframlag í fjáraukalögum frá árinu 2010, samtals 149 milljónir auk ósamþykktra 45 milljóna samkvæmt í nýju fjáraukalagafrumvarpi.