Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir að þjóna vöruflutningum sem fara vaxandi og gætu stóraukist með mögulegri tilraunaborun eftir olíu á Drekasvæðinu með áformum að stækka Mjóeyrarhöfn í Reyðafirði í eina mestu útflutningshöfn landsins að því er kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins.

Sveitarfélagið hefur nú samið við belgíska fyrirtækið Jan De Nul um að dæla 155 þúsund rúmmetrum af sandi og möl og hljómar samningurinn upp á 106 milljónir króna að því er kemur fram í fréttinni.

Haft er eftir Steinþóri Péturssyni, framkvæmdastjóra Fjarðabyggðahafna, að framkvæmdirnar séu mjög tímafrekar og geti tekið allt að fjögur ár og því sé mikilvægt að hefja dælingu tímanlega.