Bréf danska fasteignafélagsins Keops hafa fallið lítillega að undanförnu en komið hefur í ljós að fimmtugur bókari hjá félaginu hefur dregið sér fé sem nemur 850.000 krónur.

Af fréttum danskra fjölmiðla að dæma virðist málið upplýst að mestu. Komið hefur í ljós að maðurinn dró sér fé með 19 færslum síðan 2002. Við rannsókn málsins fór lögreglan inn í höfuðstöðvar Keops til að afla sér gagna.

Baugur Group er sem kunnugt er einn stærsti hluthafi Keops.