*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 22. mars 2015 09:30

Fjárfest fyrir 3,9 milljarða króna

Frá árinu 2006 hefur Íslandspóstur fjárfestfyrir tæpa fjóra milljarða króna, en tekjur og afkoma hafa ekki aukist að nafnvirði í takt við fjárfestingu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Frá árinu 2006 hefur Íslandspóstur fjárfest fyrir 3,9 milljarða króna samtals, eða fyrir tæplega 438 milljónir króna á ári. Á sama tímabili hefur EBITDA aðeins aukist um 1,6% að nafnvirði og arðsemi eigin fjár farið úr 10,8% í -1,8%. Má lesa þetta úr ársreikningum fyrirtækisins.

Í samtantekt um fjárfestingar félagsins er hér aðeins horft til fjárfestinga í fasteignum og lóðum, áhöldum, tækjum og bifreiðum að frádregnu söluverði eigna.

Á þessu níu ára tímabili hafa rekstrartekjur Íslandspósts aukist um 29,6% að nafnvirði, farið úr 5,6 milljörðum í 7,3 milljarða, en að raunvirði hafa rekstrartekjurnar dregist saman um 18,3%, ef miðað er við verðlag í desember á uppgjörsári. Hagnaður félagsins nam 240 milljónum króna árið 2006 en hefur ekki náð þeim hæðum síðan og var í fyrra 43 milljóna króna tap á rekstrinum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Íslandspóstur