Þrjú stórfyrirtæki hafa tilkynnt um gríðarstórar fjárfestingar í Bretlandi á innan við sólarhring, í sumum tilvikum þvert á yfirlýsingar yfirmanna þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

GlaxoSmithKline hefur tilkynnt um 275 milljón punda nýja fjárfestingu, Flugvöllurinn í London, verður stækkaður að andvirði 344 milljón punda og hluthafar í Deutsche Börse samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að sameinast kauphöllinni í London.

Studdu kosningabaráttu ESB-sinna

Öll þrjú fyrirtækin studdu kosningabaráttuna gegn úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, og tóku þátt í því sem stuðningsmenn úrsagnar kölluðu hræðsluáróður, uppnefndur á enska tungu sem, Project Fear.

Forstjóri GlaxoSmithKline, Sir Andrew Witty, skrifaði til að mynda undir bréf sem sagði að það „að yfirgefa ESB mun auka við flækjustig og óvissu, sem er vont fyrir fyrirtæki og rannsóknir.“

Forstjóri flugvallarins í London, Declan Collier, sagði að úrsögn úr ESB myndi „draga úr frjálsu flæði viðskipta og ferðalaga.“

Financial Times vitnuðu svo í heimildarmenn hjá kauphöllinni sem sögðu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að „Samningurinn er dauður. Þjóðverjar munu ekki samþykkja hann.“ Þessar upplýsingar koma af síðunni order-order.com .