Fjárfestingarsjóðir þurfa ekki að hafa áhyggjur af arðsemi þótt þeir fylgi siðferðislegum forsendum við val á fjárfestingarkostum. Evrópskir samfélagslega ábyrgir fjárfestingarsjóðir skiluðu 19,4% hærri ávöxtun en markaðurinn og skandinavískir 13,8%. Bandarísku sjóðirnir héldu ekki í markaðsávöxtun og skiluðu um 9% lægri ávöxtun. Þetta kemur fram í ritgerð Magnúsar bergs Magnússonar og Trygve Eriksen Dyremyhr sem þeir gerðu í námi sínu við Copenhagen Business School.

Samfélagslega ábyrgir fjárfestingarsjóðir útiloka tóbaksfyrirtæki, vopnaframleiðendur og fyrirtæki sem brjóta á mannréttinum svo dæmi séu tekin. Frekar er horft til fyrirtækja sem hafa sterka umhverfisstefnu og góða stjórnunarhætti.

Ein tilgátan er sú að með því að skoða fyrirtæki frá fleiri þáttum en fjárhagslegum leysist úr læðingi mikilvægar upplýsingar sem eru ekki endilega sýnilegar markaðnum. Það er allavega ljóst að í dag er ávöxtun ekki fyrirstaða í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.