*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 4. nóvember 2019 08:24

Fjárfesta fyrir 5,3 milljarða í Alvotech

Yas Holding hefur náð samkomulagi um að kaupa nýtt hlutafé, auk samstarfssamnings um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja.

Ritstjórn
Róbert Wessman, stjórnarformaður Alvotech.
Aðsend mynd

Yas Holding, sem er alþjóðlegt fjárfestingafélag með höfuðstöðvar í Abu Dhabi, hefur náð samkomulagi við Alvotech um að kaupa nýtt hlutafé, auk samstarfssamnings um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja. Nemur viðri samkomulagsins um 5,3 milljörðum króna. Felur umrætt samkomulag í sér að fjárfestingafélagið fái markaðsleyfi fyrir þrjú líftæknilyf sem verið er að þróa hjá Alvotech og verða markaðssett á næstu árum. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Yas Holding verður við þetta eigandi 2,5% hluts í Alvotech. Núverandi fjárfestingar fjárfestingafélagsins nema um 87 milljörðum króna og nema tekjur félagsins um 250 milljörðum króna á ársgrundvelli.

Stikkorð: Alvotech Yas Holding