Líftæknifyrirtækið Alvotech gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting sín á sviði líftæknilyfja verði um 75 milljarðar króna á næstu árum (frá árinu 2013).

Félagið hefur hafið byggingu á nýju Hátæknisetri í Vatnsmýrinni sem verður tekið í notkun í ársbyrjun 2016 en talið er að heildarkostnaður við byggingu hússins sé um 8 milljarðar króna.

Í tilkynningu frá Alvotech segir að félagið ætli að ráða til sín 40 vísindamenn á næstu mánuðum til viðbótar við þá 60 sem nú þegar hafa verið ráðnir.

Alls hafa 100 starfsmenn verið ráðnir til systurfyrirtækjanna á Íslandi frá árinu 2010 þegar Alvogen hóf starfsemi sína hér á landi og verður heildarfjöldi starfsmanna brátt um 140. Alls má búast við því að um 200-300 ný störf verði til í tengslum við starfsemi systurfyrirtækjanna í Vatnsmýrinni á næstu árum.