Bandaríski tæknirisinn Apple hefur staðfest fjárfestingu sína í Vision Fund sjóði SoftBank Group. Um er að ræða fjárfestingarsjóð sem á að sérhæfa sig í tæknifjárfestingum, sem eiga að geta umbylt mannkyninu.

Apple mun samkvæmt Wall Street Journal fjárfesta fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, en Soft Bank stefnir að því að fá inn ríflega 100 milljarða til að fjárfesta. SoftBank hafa lagt 25 milljarða dala í sjóðinn, en Saudi Arabar 45 milljarða.

Þó nafnið gefi annað til kynna, er SoftBank í raun ekki banki, heldur samstæða fyrirtækja á ýmsum sviðum. Fyrirtækið var stofnað árið 1981 og hefur lengst af verið einhverskonar farsíma- og netþjónustu fyrirtæki. SoftBank er í dag í 62 sæti yfir stærstu skráðu fyrirtæki heims.