*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 6. mars 2015 08:42

Fjárfesta fyrir tæpa níu milljarða

Fjárfestingaráætlanir þriggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur gera ráð fyrir samtals níu milljarða fjárfestingu.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þrjú dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur hyggjast fjárfesta fyrir tæpa níu milljarða króna á árinu 2015, en greint er frá þessu á vefsíðu fyrirtækisins

Stærsta einstaka verkefnið er lagning Hverahlíðalagnar á vegum Orku náttúrunnar. Það er þegar hafið og í því felst lagning gufulagna frá borholum við Hverahlíð á Hellisheiði að Hellisheiðarvirkjun. Um 2,5 milljarður renna til þess verkefnis. Fjárfesting alls er áætluð 3.877 mkr.

Þá munu 650 milljónir króna fara í uppbyggingu nýrrar fráveitu á Vesturlandi, en OR-Veitur standa fyrir því verkefni. Þá stendur til endurnýjun Reykjaæða sem flytja hitaveituvatn til höfuðborgarinnar úr Mosfellsbæ. Endurnýjað verður sitt hvoru megin Elliðaánna nú í ár og mun það kosta hátt í 400 milljónir. Fjárfesting alls er áætluð 4.650 mkr.

Gagnaveita Reykjavíkur hyggst svo verja 400 milljónum króna til frekari útbreiðslu ljósleiðarakerfis, en fyrirtækið er nú á lokametrunum við að ljúka uppbyggingu þess í Reykjavík.