*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 31. október 2016 19:48

Fjárfesta í afþreyingu

Alibaba Group Holding Ltd. hefur sett saman nýtt fyrirtæki og nýjan fjárfestingarsjóð sem eiga að sérhæfa sig í afþreyingu.

Ritstjórn
Alibaba
european pressphoto agency

Alibaba Group Holding Ltd. hefur nú sett saman fjárfestingarsjóð og sérstakt fyrirtæki sem munu sérhæfa sig í afþreyingu. Sjóðurinn er talinn vera um 1,48 milljarðar Bandaríkjadala á stærð.

Fyrirtækið sem hefur verið stofnað utan um afþreyingariðnaðinn mun heita Alibaba Digital Media and Entertainment Group. Undir hatti þessa félags verða félög á borð við Alibaba Pictures Group Ltd., Youku Tudou, UCWeb auk annara fyrirtækja á sviði tónlistar og tölvuleikja.

Yo Yongfu, sem hefur hingað til verið forstjóri UCWeb, mun verða stjórnarformaður og forstjóri félagsins. Victor Koo, sem er forstjóri og stjórnarformaður Youku Tudou sem er einhverskonar asískt YouTube hefur verið ráðinn yfir fjárfestingarsjóðinn.

Stikkorð: Asía Alibaba Afþreying