*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 27. mars 2015 16:10

Fjárfestadagur orkufyrirtækja

Sjö orkufyrirtæki sem tekið hafa þátt í Startup Energy Reykjavík kynntu starfsemi sína í dag.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Í dag var haldinn fjárfestadagur fyrir fyrirtækin sjö sem tekið hafa þátt í Startup Energy Reykjavík en markmiðið er að gera aukin verðmæti úr íslensku hugviti. Fyrirtækin sjö fá 5 millj­ónir í hlutafé, skrifstofuaðstöðu og aðstoð reynslubolta úr atvinnulífinu.

„Startup Energy Reykjavík Investor Day verður fyrsti fjárfestaviðburðurinn sem haldinn verður í sprotasamfélaginu eftir að tilkynnt var um fjármögnun þriggja nýrra fjárfestingasjóða upp á samtals 11,5 milljarða króna. Sprotarnir sjö sem kynna í dag munu því setja tóninn um það sem koma skal og ég er viss um að þeir munu hrífa áhorfendur með sér,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnisstjóri hjá Klak Innovit.

„Efnahagsleg framtíð Íslands veltur að miklu leyti á því hversu vel við náum að nýta orkuauðlindir okkar. Þessi sjö nýju fyrirtæki blása okkur bjartsýni í brjóst um að sú framtíð verði góð.“